Steinull hf á Sauðárkróki fengu afhenta Komatsu WA200-8 hjólaskóflu

11 júlí fékk Steinull hf á Sauðárkróki afhenta nýja Komatsu WA200-8 hjólaskóflu. Vélin er um 12 tonn að þyngd og er hluti af nýju -8 hjólaskóflulínunni frá Komatsu sem heldur betur hefur slegið í gegn fyrir framúrskarandi skilvirkni og þægindi. Vélin er vel útbúin í alla staði m.a með sjálfvirkt smurkerfi, hraðtengi, 3,2 m3 skóflu, KOMTRAX 3G kerfi og margt margt fleira. Guðmundur Örn Guðmundsson verksmiðjustjóri Steinullar, Jóhannes Axelsson og Ingólfur Jón Geirsson veittu vélinni viðtöku hjá okkur í gær. Kraftvélar óska Steinull hf innilega til hamingju með nýju Komatsu vélina sína. Megi þeim farnast afskaplega vel!


 


-