Afhendum Gróðrastöðinni Lambhaga nýja Komatsu PC138US-11 beltagröfu

17 júlí fékk Gróðrarstöðin Lambhagi afhenta nýja Komatsu PC138US-11 beltagröfu. Vélin er alveg einstaklega hentug að vinna á svæði þar sem rými er lítið þar sem hún er ein af "Ultra-short" beltagröfu línunni frá Komatsu en er að sama skapi alveg afskaplega öflug. Vélin er um 15,6 tonn að þyngd, á 700 mm spyrnum með tvöfalda bómu, ýtutönn og afhendist með Miller Powerlatch tiltanlegt hraðtengi og 3 skóflum. Ingvar Hafbergsson frá Lambhaga kom og veitti vélinni viðtöku hjá okkur. Kraftvélar óska Gróðrarstöðinni Lambhaga innilega til hamingju með nýju Komatsu beltagröfuna! Megi þeim farnast vel.

 

-